Breiðablik tapaði fyrri leik sínum í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en spilað var í Albaníu.
Blikar voru að hefja leik þetta árið en andstæðingurinn er lið Egnatia sem eru albanskir meistarar.
Því miður varð tap raunin í leiknum en eitt mark var skorað og það kom eftir 92. mínútur.
Ildi Gruda sá um að tryggja þeim albönsku sigurinn í leiknum en Blikar eiga heimaleikinn eftir og eru til alls líklegir í honum.