Noni Madueke kantmaður Chelsea hefur samið um kaup og kjör við Arsenal og næst eru það félögin sem þurfa að ná saman.
Madueke er 23 ára gamall enskur kantmaður sem hefur gert fína hluti með Chelsea síðustu ár.
Arsenal vill fá Madueke til að styrkja sóknarleik sinn og hefur samið við kappan um launakjör.
Telegraph segir að Chelsea fari fram á rúmar 50 milljónir punda fyrir Madueke en óvíst er hvort Arsenal vilji rífa þá upphæð fram.
Arsenal er að ganga frá kaupum á Viktor Gyokeres sem fremsta manni og vill félagið einnig bæta við kantmanni.