fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júlí 2025 12:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Hildur Antonsdóttir fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í fyrsta leik Íslands á EM gegn Finnlandi á miðvikudag. Það tók hana tíma að jafna sig en leikmenn og þjálfarar stóðu þétt við bakið á henni.

„Auðvitað var þungt högg fyrir Hildi að vera rekin út af. Það tekur alltaf smá tíma að jafna þig á því. En hún tekst á við þetta með jákvæðum hug. Nú einbeitir hún sér að því að vera klár í þriðja leikinn. Við höfum stutt hana vel,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um málið á blaðamannafundi í gær.

Þorsteinn segir högg fyrir íslenska liðið að missa Hildi í bann í leik kvöldsins gegn Sviss en hann hefur ekki áhyggjur af því að það takist ekki að leysa það.

„Auðvitað er hún búin að vera lykilmaður hjá okkur í tvö ár. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel. Við þurfum að gera breytingu en óttumst það ekkert. Ég tel okkur vera með hóp í að takast á við þetta.“

Ísland þarf á sigri að halda gegn Sviss í kvöld eftir tap gegn Finnum í fyrsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Í gær

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld