Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Sveindís Jane Jónsdóttir, ein skærasta stjarna íslenska landsliðsins, mætir góðri vinkonu sinni, Riola Zhemaili, sem er í landsliði Sviss í kvöld.
Ísland og Sviss mætast í 2. umferð riðlakeppninnar og þurfa bæði á sigri að halda eftir tap í fyrstu umferðinni.
„Það verður bara geggjað, ég vona að hún spili. Ég vona að henni gangi vel en kannski ekki á móti okkur,“ segir Sveindís um að mæta Riola og hló dátt.
Þær voru saman á mála hjá Wolfsburg, þaðan sem Sveindís fór í sumar til Angel City í Bandaríkjunum.
„Hún er frábær leikmaður og það væri gott fyrir okkur ef hún spilar ekki. Ef hún spilar veit maður samt hvernig á að stoppa hana.“