Jón Dagur Þorsteinsson var allt annað en sáttur með settið á RÚV eftir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í kvöld.
Ísland er úr leik eftir 2-0 tap í leiknum. Þorsteinn Halldórsson er þjálfari liðsins og er hann faðir Jóns Dags, sem er í karlalandsliðinu og leikmaður Hertha Berlin.
Ólafur Kristjánsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Albert Brynjar Ingason voru í settinu og gagnrýndu landsliðsþjálfarann, sá síðastnefndi nokkuð duglega.
„Var regla þegar rúv valdi settið að annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert?“ skrifaði Jón Dagur á Instagram í kvöld.