Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Vilhjálmur Kári Haraldsson, faðir Karolínu Leu Vilhjálmsdóttur, einnar skærustu stjörnu íslenska landsliðsins, er vel stefndur fyrir leik Íslands gegn Sviss í kvöld.
„Ég er mjög vel stefndur. Nú kemur barátta og góð frammistaða í kvöld,“ sagði hann við 433.is Bern í dag.
Ísland tapaði fyrsta leik riðlakeppni EM, 1-0 gegn Finnum, og verður helst að vinna leikinn í kvöld.
„Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig og það kemur fyrir að það komi stress. En það hlýtur að koma miklu betri frammistaða.“
En fylgir því ekki mikið stolt að eiga barn í landsliðinu?
„Jú, það gerir það. Þetta er auðvitað annað stórmótið okkar og það er hrikalega gaman. Það er líka svo mikil fjölskyldustemning, það er meiri drykkja og svona á karlamótunum,“ sagði Vilhjálmur og hló.
Nánar í spilaranum.