Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það var mikið stuð og stemning á Fan Zone í Bern í dag, en íslenska kvennalandsliðið mætir heimakonum í Sviss í höfuðborginni í kvöld.
Um afar mikilvægan leik er að ræða. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM og eru því með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins.
Stuðningsmenn Íslands hafa allavega tröllatrú og verða 2 þúsund þeirra á uppseldum 30 þúsund manna leikvanginum í Bern í kvöld.
Íslendingarnir gerðu sér þá glaðan dag í borginni í dag. Hér að neðan má sjá þegar DJ Óli tók við á Fan Zone í dag, en hann spilaði lög Páli Óskari, Emmsjé Gauta og fleiri góðum.