Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Íslenskir stuðingsmenn telja aðeins um 2 þúsund á fullum 30 þúsund manna leikvangi í Bern á leik Íslands og Sviss í 2. umferð riðlakeppni EM.
Íslendingarnir þurfa því að hafa fyrir því að láta í sér heyra en gekk það nokkuð vel þegar þeir sungu Ferðalok nú skömmu fyrir leik. Myndband af þessu er hér neðar.
Það er allt undir í kvöld. Bæði lið töðuðu í 1. umferðinni og þurfa helst á sigri að halda, mega allavega alls ekki tapa.