fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júlí 2025 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorkell Máni Pétursson er bjartsýnn fyrir leik Íslands gegn heimamönnum í Sviss á EM í kvöld. Hann telur að þetta verði öðruvísi leikur en í tapinu gegn Finnum í fyrsta leik riðilsins.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er íslenskt sumarveður, aðeins heitara en það er rigning og fullt af Íslendingum svo við vinnum þennan leik,“ sagði Máni við 433.is í Bern í dag.

„Stemningin á meðal Íslendinga er mjög góð. Maður er að hitta ólíklegasta fólk hérna sem maður bjóst aldrei við því að myndi elta kvennalandsliðið. Mér finnst frábært að fá 2 þúsund Íslendinga, það sýnir hvað er mikill áhugi á kvennaknattspyrnu.“

Máni telur að pressan sé öll á Sviss að vinna í kvöld, á heimavelli fyrir framan um 30 þúsund manns.

„Hversu oft fer Ísland á stórmót og er stóri aðilinn í vinsælustu íþrótt í heimi? Við höndluðum pressuna ekki nógu vel en nú er hún öll á Sviss. Ég held að það muni hjálpa okkur. 

300 þúsund manna þjóð á að vera litla liðið alls staðar í heiminum. Það er erfiðara að gíra liðið upp þegar þú ert líklegri og það sást á síðasta leik. Ég held að þetta verði allt öðruvísi í kvöld. Ég hef trú á því og veit að við vinnum.“

video
play-sharp-fill

Landsliðið var töluvert gagnrýnt eftir tapið gegn Finnum og segir Máni það jákvætt.

„Maður er ánægur að sjá hvað fjölmiðlar voru trylltir yfir tapinu og höfðu ýmislegt að segja. Það er ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sé að valda þjóðinni vonbrigðum. Það sýnir hvert þetta er komið.“

Máni spáir þá 4-2 sigri Íslands, en viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Í gær

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa
Hide picture