Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það er uppselt á leik Íslands gegn gestgjöfum Sviss á EM í kvöld. Leikið er á Wankdorf-leikvanginum í Bern sem tekur 29.800 manns í sæti á þessum leik.
Það má segja að allt sé undir í kvöld. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð riðlakeppninnar, Ísland gegn Finnlandi og Sviss gegn Noregi.
Íslenskir stuðningsmenn þurfa að láta vel í sér heyra í kvöld því þeir telja aðeins um 2000 á þessum stóra leikvangi.
Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.