Íslenska kvennalandsliðið má ekki tapa í kvöld er liðið spilar við Sviss á EM í einmitt Sviss.
Ísland tapaði fyrsta leik sínum 1-0 gegn Finnlandi en Finnar mættu svo Noregi í kvöld og töpuðu 2-1.
Ljóst er að ef Ísland tapar gegn Sviss í kvöld þá eru stelpurnar úr leik fyrir lokaleikinn gegn Norðmönnum.
Noregur er með gríðarlega sterkt lið og er búið að tryggja sér sæti í næstu umferð fyrir lokaumferðina.