Íslenska kvennalandsliðið er úr leik á EM í Sviss eftir tap gegn gestgjöfunum í annarri umferð riðlakeppninnar.
Ísland tapaði opnunarleiknum 1-0 gegn Finnum og þurfti á stigi að halda til að eiga möguleika á að komast áfram.
Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður Íslands, hafði þetta að segja eftir niðurstöðu kvöldsins.
,,Þetta er ótrúlega svekkjandi. Stöngin út leikur og ég veit ekki hvað meira ég á að segja,“ sagði Ingibjörg.
,,Það eru mjög svekktar stelpur inni í klefanum sem hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í að ná árangri á þessu móti.“
,,Þetta var ágætis leikur af okkar hálfu, fyrri hálfleikur var flottur og við vorum óheppnar að skora ekki mark.
Nánar er rætt við Ingibjörgu hér.