Íslenska kvennalandsliðið er úr leik á EM í Sviss eftir tap gegn gestgjöfunum í annarri umferð riðlakeppninnar.
Ísland tapaði opnunarleiknum 1-0 gegn Finnum og þurfti á stigi að halda til að eiga möguleika á að komast áfram.
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Íslands, ræddi við blaðamenn eftir svekkjandi 2-0 tap í kvöld.
,,Þetta er svekkjandi og erfitt. Við ætluðum okkur stærri hluti í þessu móti en því miður gekk það ekki eftir,“ sagði Dagný.
,,Við spiluðum betur í dag en gegn Finnum sem er jákvætt því Sviss er með sterkara lið en það er svekkjandi að fá ekkert úr leiknum gegn Finnum.“
,,Nú spilum við upp á stoltið, fyrir okkur sjálfar og íslensku þjóðina.“