fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júlí 2025 15:22

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að staðan sé ósköp einföld fyrir leikinn annað kvöld gegn Sviss, Ísland veðri að vinna.

Ísland tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum, eins og Sviss, gegn Finnlandi og gæti hreinlega dottið úr leik með tapi annað kvöld. Jafntefli myndi einnig setja liðið í snúna stöðu upp á að fara upp úr riðlinum.

„Eftir tapið um daginn erum við komin með bakið upp við vegg og þurfum að vinna. Við getum alveg sagt það hreint út,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í Bern, þar sem leikurinn fer fram, í dag.

Ísland og Sviss voru saman í Þjóðadeildinni á leiktíðinni og gerðu jafntefli á Íslandi og ytra, 3-3 og 0-0.

„Það má segja að þetta sé 50/50 miðað við síðustu tvo leiki. Þetta verður hörkuleikur og bæði lið eru í sömu stöðu, eru ekki að fara að spila upp á jafntefli. Þetta er nokkurs konar úrslitaleikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli