fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. júlí 2025 10:42

Virgil van Dijk og Andrew Robertson voru viðstaddir jarðaförina og héldu á blómaskreytingum bræðrunum til heiðurs. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nístandi sorg ríkti í portúgalska þorpinu Gondomar nú í morgun þegar útför bræðranna Diogo Jota og Andre Silva fór fram. Bræðurnir létust í hræðilegu bílslysi á fimmtudag þegar dekk á Lamborginhi-bifreið þeirra sprakk með þeim afleiðingum að bíllinn hentist út af veginum og gjöreyðilagðist.

Diogo, 28 ára, var heimsþekktur knattspyrnumaður sem spilaði fyrir Liverpool en bróðir hans Andre, sem var 25 ára gamall, spilaði fyrir neðri deildar lið í heimalandinu.

Bræðurnir Andre Silva og Diogo Jota á góðri stund.

Auk fjölskyldu og vina bræðranna voru liðsfélagar Diogo hjá Liverpool og portúgalska landslinu áberandi við jarðaförina. Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, hélt á blómaskreytingu í líki fótboltatreyju með númeri Diogo, 20, hjá félaginu. Liðsfélagi hans, bakvörðurinn Andy Robertson, hélt á sambærilegri skreytingu sem bar númerið 30 en með það númer spilaði Andre á bakinu.

Kistur bræðranna bornar inn í kirkjuna. Mynd/Getty

Þá mátti sjá portúgalskar knattspyrnuhetjur úr öðrum liðum eins og Bruno Fernandes, liðsmann Manchester United, og Bernardo Silva, liðsmann Manchester City, við athöfnina. Talsverða athygli hefur vakið að portúgalska goðsögnin, Cristiano Ronaldo, er hvergi sjáanlegur en hann minntist Jota með hjartnæmum hætti á samfélagsmiðlum eins og fjölmargir aðrir knattspyrnumenn.

Bruno Fernandes, liðsfélagi Jota í portúgalska landsliðinu var viðstaddur útförina. Mynd/Getty

Ekkja Jota, hin 28 ára gamla Rute Cardoso, sást ganga hágrátandi inn í kirkjuna en saman átti hún og Jota þrjú ung börn. Knattspyrnufélagið Liverpool hefur ákveðið að halda áfram að greiða laun knattspyrnumannsins til fjölskyldunnar næstu tvö árin, út samningstíma Jota hjá félaginu.

Samkvæmt umfjöllun erlendra miðla voru þúsundir syrgjenda mættir til Gondomar, sem er skammt frá stórborginni Porto. Aðeins nánustu vinir og fjölskylda fengu að fara inn í kirkjuna en útförinni var síðan streymt á skjái fyrir utan kirkjuna fyrir þá sem mættu og vildu votta bræðrunum virðingu sína.

Mikill fjöldi syrgjenda safnaðist fyrir framan kirkjuna þar sem útför bræðranna fór fram. Mynd/Getty

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér