Kyle Walker er orðinn leikmaður Burnley en hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Greint var frá því í gær að Walker væri á leið til Burnley en hann kemur til félagsins frá Manchester City.
Walker hefur lengi verið einn öflugasti bakvörður heims en hann er orðinn 35 ára gamall í dag.
Hann hefur spilað yfir 400 leiki í efstu deild Englands og tæplega 100 landsleiki fyrir England á sínum ferli.
Burnley tryggði sér sæti í efstu deild í vetur og mun svo sannarlega nýta góðs af því að fá þennan reynslumikla leikmann.