Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Eins og mikið hefur verið fjallað um dvelur íslenska kvennalandsliðið á glæsihótelinu Parkhotel Gunten niðri við vatnið í Thun. Hótelið er vel merkt Íslandi á meðan dvölinni stendur og má sjá þó nokkra íslenska fána.
Hótelið er glæsilega staðsett og með garð sem liggur að vatninu, þar sem hægt er að skella sér út í. Og það hafa Stelpurnar okkar sannarlega gert, enda veitir ekki af í hitanum sem hefur verið í Sviss.
Liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leik gegn Sviss á morgun. Þarf sigur þar eftir tap gegn Finnlandi í fyrsta leik. Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.