Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Við höldum áfram að búa til seðla í kringum leiki Íslands á EM í samstarfi við Lengjuna. Það er komið að leik tvö hjá Íslandi og er seðillinn einfaldur að þessu sinni.
Við höldum okkur í riðli Stelpnanna okkar, sem þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Sviss annað kvöld. Í seðlinum segjum við að það takist, en stuðull á það er 3,48 og Sviss því talinn mun líklegri aðilinn á morgun.
Í hinum leik seðilsins spáum við því að allt fari eftir bókinni fyrr um daginn í riðli Íslands og að Noregur vinni Finnland. Stuðull á það er 1,55. Gangi þetta eftir verður allt opið í riðlinum fyrir lokaumferðina á fimmtudag.
Seðillinn
Noregur – Finnland: 1
Sviss – Ísland: 2
Heildarstuðull: 5,39