Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Að undanskilinn Glódísi Perlu Viggósdóttur landsliðsfyrirliða eru allir leikmenn Íslands klárir fyrir leikinn gegn Sviss annað kvöld.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði frá þessu á blaðamannafundi í Bern í dag. Ísland og Sviss mætast í 2. umferð riðlakeppninnar eftir að hafa bæði tapað fyrsta leik sínum.
Það er þó alls ekki útlokað að Glódís taki þátt í leiknum. Hún æfði í dag eftir að hafa glímt við veikindi undanfarna daga. Tók hún þó ekki þátt í allri æfingunni og verður staðan nú tekin á því hvernig hún bregst við því að koma sér af stað á ný.