Jamie Gittens er orðinn leikmaður Chelsea en hann kemur til félagsins frá Dortmund.
Um er að ræða spennandi vængmann sem er 20 ára gamall og er fyrrum unglingur Manchester City.
Kaupin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Chelsea hefur nú tekist að tryggja strákinn næstu sjö árin.
Gittens kostar um 50 milljónir punda en hann gerir sjö ára samning sem gildir til 2032.
Þessi kaup ýta undir þann orðróm að Noni Madueke sé á förum frá Chelsa í sumar.