Arsenal er byrjað að ræða við Noni Madueke á ný en þetta kemur fram hjá blaðamanninum Fabrizio Romano.
Madueke var orðaður við Arsenal fyrr í sumar en um er að ræða vængmann sem leikur með Chelsea.
Madueke hefur ekki náð neinu samkomulagi við Arsenal og ekki Chelsea en það síðarnefnda vonast til að styrkja sóknina með komu enska leikmannsins.
Madueke verður líklega varamaður hjá Chelsea í vetur og er opinn fyrir því að hlusta á önnur félög.
Verðmiðinn gæti þó haft stór áhrif en Chelsea ku vilja fá allt að 50 milljónir punda í eigin vasa.