fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Allir á einu máli um Höllu forseta

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júlí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins komu inn á það í samtali við fjölmiðla í gær að dagurinn eftir tapið gegn Finnum hafi gert þeim vel, morgunverður með forseta Íslands og hittingur með fjölskyldum fékk þær til að gleyma vonbrigðunum.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi og er með bakið upp við vegg fyrir leiki gegn Sviss og Noregi. Stelpurnar okkar leika gegn fyrrnefnda liðinu á morgun og verður í raun að sigra.

Leikmenn leyfðu sér að vera svekktir kvöldið eftir tapið en svo tók við morgunverður með Höllu Tómasdóttur, sem þær lofuðu í hástert fyrir ræðu sína. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, gerði það einnig í samtali við 433.is.

„Sú heimsókn var virkilega góð og Halla gerði þetta einstaklega vel. Ég hrósaði henni og sagði að þetta skipti hópinn ótrúlega miklu máli, ekki bara hópinn heldur starfsmenn líka, hvernig hún talaði til okkar. Það var virkilega smekklegt hvernig hún orðaði sína ræðu,“ sagði Jöri.

Síðar um daginn fengu fjölskyldur leikmanna að koma upp á hótel og við tók frjáls tími með þeim. Allar mættu svo endurnærðar á æfingu næsta dag, klárar í slaginn gegn Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli