fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 19:15

Sandra María skoraði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Sandra María Jessen segir að gærdagurinn hafi farið vel með íslenska landsliðið eftir tapið gegn Finnum daginn áður.

„Við leyfðum okkur að vera sárar og svekktar kvöldið eftir leik en daginn eftir vorum við strax farnar að fókusa á Sviss-leikinn. Dagurinn í gær var rosalega góður. Við fórum vel yfir það sem gekk ekki vel og undirstrikuðum þættina sem við ætlum að taka með í næsta leik.

Við fengum peppandi orð frá forsetanum og svo var dagurinn toppaður með því að við fengum að hitta fjölskyldurnar okkar, fengum orku fyrir sálina sem hjálpar manni að undirbúa næsta leik,“ sagði Sandra við 433.is, en Halla Tómasdóttir forseti snæddi morgunverð með liðinu í gær.

video
play-sharp-fill

Sandra býst við erfiðum leik gegn heimamönnum í Sviss, en íslenska liðið ætlar sér sigur.

„Þetta verður hörkuleikur. Við erum að spila á móti heimalandinu sem þýðir að það verða mikil læti og mikil stemning á vellinum. Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega og vita hvað við þurfum að gera til að eiga samskipti okkar á milli og eiga okkar besta leik.

Við erum alveg samstilltar í því sem við þurfum að gera, þekkjum vel á hvor aðra og þurfum að gera það sem við erum góðar í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
Hide picture