fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, annar aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, segir stress og spennu hafa verið í liðinu í tapinu gegn Finnum á miðvikudag. Það sé hins vegar búið að hrista það af sér.

„Þetta er fyrsti leikur á stórmóti. Með því kemur stress og spenna. Þetta var upp og niður en mér fannst hópurinn eiga hrós skilið þegar þær lenda manni færri. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Gunnhildur við 433.is hér í Thun.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi og er nú með bakið upp við vegg fyrir leikina gegn Sviss og Noregi, þar sem allt er undir í riðlakeppninni.

video
play-sharp-fill

„Við vorum oft ólík sjálfum okkur, sem gerist oft í fótboltaleikjum. Nú erum við búin að hrista það af okkur. Þetta er stórmót og sama hvort það sé þitt fyrsta eða ekki er alltaf pressa á að gera vel. Spenna og stress er bara eðlilegt, við erum bara manneskjur með tilfinningar,“ sagði Gunnhildur enn fremur.

Hún var þá spurð út í sitt hlutverk í teymi landsliðsins. „Ég sé meira um fitness-hlutann, gymmið, upphitun, sendingaæfingar, svona fyrstu 20-25 mínútur æfinganna. Svo er ég til taks við Steina þegar hann þarf á mér að halda.“

Nánar er rætt við Gunnhildi í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
Hide picture