Arsenal og Takehiro Tomiyasu hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi landsliðsmannsins frá Japan.
Tomiyasu hefur glímt við mikið af meiðslum og ljóst að hann kemst ekki á lappir fyrr en í lok árs.
Aðilar náðu saman um að rifta samningi hans og mun það ganga í gegn á næstu dögum.
Tomiyasu var lykilmaður hjá Mikel Arteta fyrir meiðslin en hann var frá nánast allt síðasta tímabil vegna meiðsla.
Tomiyasu mun því geta fundið sér nýtt félag í sumar og fer því frítt frá Arsenal en hann var í fjögur ár hjá félaginu.