fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miguel Goncalves sjúkraþjálfari Diogo Jota í Portúgal var einn af þeim síðustu sem sá framherjann á lífi. Hann hafði verið að vinna með Jota fram eftir kvöldi á miðvikudag.

Goncalves var með Jota til 20:30 um kvöldið en þá voru hann og bróðir hans Andre að fara að leggja af stað í ferðalag.

Ferðinni var heitið til Santander á Spáni til að ná ferju yfir til Englands, Jota hafði nýlega farið í aðgerð á lunga og var ekki ráðlagt að fljúga strax.

„Ég kvaddi þá bræður um 20:30, bróðir hans var frábær einstaklingur sem vildi fara með og veita félagsskap. Þeir ætluðu að eyða góðum tíma saman,“ sagði Goncalves við fjölmiðla í Portúgal.

„Þeir ákváðu að ferðast um nóttina því þá væri ekki eins heitt, þeir ætluðu hins vegar ekki að keyra þetta allt í einu.“

„Jota sagði mér að ferðin tæki 8 klukkustundir en þeir ætluðu að gista á hóteli í Burgos til að hvílast. Diogo var mikill atvinnumaður, þeir ætluðu bara að koma til Santander rétt áður en báturinn færi.“

Miguel Goncalves

„Fjölskylda Jota ætlaði svo að koma með flugi, á mánudag átti Jota svo að fara í skoðun vegna þess að hann fór í aðgerð.“

Goncalves segir það af og frá að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað fyrir ferðalag þeirra bræðra. „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla, Diogo Andre voru ekki í neinum partýi. Það var ekkert svoleiðis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi