fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 12:30

Frá ánni Aare.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Það er mikil hefð fyrir því hér í Thun að kasta sér í ána Aare, enda afar hressandi, og sérstaklega þegar heitt er úti eins og hefur verið undanfarið.

Undirritaður og aðrir íslenskir fjölmiðlamenn sem fylgja kvennalandsliðinu eftir á EM í Sviss hafa tekið upp á þessu líka í hitanum. Þá má heyra að íslenskir stuðningsmenn sem hér eru staddir í nokkuð miklum mæli hafa tekið upp þessa skemmtilegu venju einnig.

Nokkur straumur er í ánni og því hægt að láta sig fljóta góða vegalengd, og svo eru staðir víða til að komast ofan í og upp úr.

Aare-áin er löng og langi mann til þess er hægt að láta sig fljóta alla leið frá Thun til Bern til að mynda, en þar fer næsti leikur Íslands á EM einmitt fram.

Tekur það um þrjár klukkustundir miðað við upplýsingar frá starfsmanni á svæðinu niðri við á. Maður leigir sér einfaldlega gúmmíbát í verkefnið og þá er allt klárt. Spurning hvort einhver nýtir sér þennan faramáta á sunnudag.

Íslenska kvennalandsliðið mætir heimamönnum í Sviss í leiknum á sunnudag og þarf á sigri að halda eftir svekkjandi tap við Finnland í fyrsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“