Gareth Bale hefur áhuga á að kaupa uppeldisfélag sitt í Wales, Cardiff, en hann hefur sjálfur staðfest þær fregnir.
Bale ásamt öðrum fjárfestum hafa víst lagt fram 40 milljóna punda tilboð í Cardiff sem er í eigu Vincent Tan sem vill selja.
Cardiff mun leika í þriðju efstu deild á Englandi á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr Championship deildinni.
Bale og hans samstarfsmenn munu líklega þurfa að hækka þetta boð ef Tan á að samþykkja en hann hefur fjárfest 200 milljónir punda í félaginu frá árinu 2010.
Bale er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham og Real Madrid en hefur í dag lagt skóna á hilluna og einbeitir sér að hlutum á bakvið tjöldin.
Tan vill selja en fyrir rétt verð en hvort Bale og hans fólk hækki verðmiðann er ekki vít að svo stöddu.