fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Katla Tryggvadóttir átti flotta innkomu í fyrsta leik Íslands á EM, 1-0 tapi gegn Finnum. Hún var sátt við sína innkomu en segir hana engu máli skipta í stóra samhenginu.

Katla segir að landsliðið hafi hætt að spá í tapinu gegn Finnum strax í gær og hausinn kominn á leikinn við Sviss á sunnudag. Liðið fékk heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í gær og svo var frjáls tími við fjölskyldum leikmanna seinni partinn.

„Við sögðum skilið við það strax daginn eftir. Við fengum góða ræðu frá Höllu T. Hún knúsaði okkur allar, sagði að við værum ótrúlega flott og gaf okkur nokkur góð orð,“ sagði Katla við 433.is í dag.

Ísland og Sviss voru saman í Þjóðadeildinni í vetur og þekkja liðin hvort annað því vel.

„Leikurinn horfir vel við mér. Við þekkjum þær ansi vel eftir að hafa spilað við þær og leikgreint nokkrum sinnum. Þær þekkja okkur og við þær. Svo snýst þetta bara um hver vill vinna þennan leik á sunnudag.“

video
play-sharp-fill

Katla var ánægð með sína innkomu og væri auðvitað til í að byrja næsta leik en virðir auðvitað ákvörðun landsliðsþjálfarans, hver svo sem hún verður.

„Það var gaman að spila og ég er stolt af þeim áfanga að spila á stórmóti. En í stóra samhenginu er það aukaatriði. Við erum hér saman að vinna að sameiginlegu verkefni.

Maður er í fótbolta til að spila en svo er það alltaf þjálfarinn sem velur liðið. Maður tekur það hlutverk og neglir það.“

Katla er fyrirliði sænska liðsins Kristianstad og var orðin það fyrir tvítugt.

„Það var ótrúlega mikill heiður og ég er ótrúlega þakklát fyrir það traust sem þjálfararnir sýna mér. Þetta kom mér í raun smá á óvart en er ótrúlega mikill heiður.“

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Í gær

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
Hide picture