fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Það fór ekki framhjá mörgum að íslenska kvennalandsliðið hóf leik á EM í gær. Niðurstaðan var svekkjandi tap við Finnland, en við taka leikir gegn Sviss og Noregi þar sem allt er undir í riðlakeppninni.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ræddi við 433.is um hvernig það er fyrir sambandið að ráðast í svo stórt verkefni að fara með landslið á svona mót.

„Það eru margar hendur og búið að taka dágóðan tíma. Strax þegar liðið komst áfram þurfti að byrja að undirbúa. Það er þekking og kunnátta sem hafa hjálpað innandyra hjá okkur. Starfsfólk hefur gert þetta áður og hefur mikinn áhuga,“ sagði Þorvaldur.

Hann ræddi sömuleiðis um mikla framþróun kvennaknattspyrnunnar undanfarin ár í viðtalinu.

„Bara á síðustu tveimur árum er hún búin að stækka gríðarlega. Ef við miðum við deildarkeppnirnar í stærstu löndunum eru þær orðnar gríðarlega góðar. Við sjáum líka fjölgunina á þessu móti og hvað miðasalan gengur vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum

Sögusagnir um að Newcastle opni veskið enn frekar – Rosalegt tilboð og fjórföldun á launum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki að fara frá United

Fær ekki að fara frá United
433Sport
Í gær

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Í gær

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“