fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson telur fyrri hálfleik íslenska kvennalandsliðsins hafa verið slakan í fyrsta leik EM gegn Finnlandi í gær en var sáttur með þann seinni.

„Fyrri hálfleikur var ekki góður. Það var stress sem virkaði lamandi og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp. Fram að rauða spjaldinu fannst mér við vera að ná tökum á þessu.

Fyrstu mínúturnar eftir að við urðum manni færri þurftum við aðeins að ná áttum en mér fannst við frábærar eftir það og seinni hálfleikur heilt yfir góður,“ sagði Þorsteinn við 433.is á æfingasvæði Íslands í Thun í morgun.

Þorsteinn var spurður að því hvort að leikmenn hafi verið að fylgja hans uppleggi í gær, en illa gekk að tengja saman sendingar og halda í boltann í fyrri hálfleiknum.

„Það skiptir engu máli hvað þú leggur upp með ef sendingar eru endalaust að misheppnast, leikmenn eru hræddir. Þá mun það sem þú ætlar að gera aldrei ganga upp.“

video
play-sharp-fill

Margir voru á því að finnska liðið væri viðráðanlegasti andstæðingurinn í riðli Íslands, sem inniheldur einnig Sviss og Noreg.

„Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni. Ég mat það svo að finnska liðið væri jafnvel erfiðasta liðið fyrir okkur að spila á móti. Þær eru góðar í ákveðnum hlutum og gera þá mjög vel. Ég vissi alveg að þetta yrði erfiðari leikur en fólk greinilega gerði sér grein fyrir.

Við þurfum bara að gleyma þessu. Þetta snýst um hvernig þú bregst við því að vera sleginn niður. Við ætlum að standa upp og sýna úr hverju við erum gerð,“ sagði Þorsteinn, en ítarlegt viðtal við hann er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
Hide picture