Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það er aðeins rúmur hálftími í fyrsta leik Íslands á EM. Stuðningsmenn eru farnir að týnast í stúkuna og stemning að myndast.
Kvennalandsliðið okkar er ansi vinsælt og þó svo að ekkert svakalega margir hafi verið komnir út í stúku urðu mikil fagnaðarlæti þegar þær komu út að hita upp um 50 mínútum fyrir leik.
Leikurinn í dag er gegn Finnlandi og eru Noregur og Sviss einnig í riðli Íslands.