fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Ísland hefur leik á EM gegn Finnlandi nú klukkan 16 að íslenskum tíma. Í Thun, þar sem leikurinn fer fram, er mikil stemning. Hitti undirritaður sparkspekinginn Mist Rúnarsdóttur og tók stutt spjall um leikinn.

„Ég er ógeðslega stressuð og ógeðslega spennt. Ég ætla bara að vera bjartsýn. Það hlýtur að vera komið að næsta sigri á EM, það er langt síðan síðast. En taugarnar eru þandar,“ sagði Mist.

Ísland hefur aðeins einu sinni unnið leik á stórmóti, EM 2013. Riðillinn nú, sem inniheldur Noreg og Sviss auk Finna, þykir vel viðráðanlegur.

„Það er mikið búið að tala um þennan riðil og möguleika Íslands, en við megum ekki gleyma því að við erum í lokakeppni Evrópumóts og það eru engir auðveldir leikir. Það er svolítið stress að byrja á þessum leik því við þurfum að þora í þessum leik.“

video
play-sharp-fill

Mist benti á að það sé oft stutt á milli í fótboltanum, eins og á EM fyrir þremur árum. Þá gerðu Stelpurnar okkar þrjú jafntefli og duttu úr leik þrátt fyrir fína frammistöðu.

„Ég er alltaf bjartsýn. Miði er möguleiki. En eins og við sáum á síðasta móti er þetta bara stöngin inn, stöngin út. Við erum svo oft búin að vera nálægt því að ég ætla að vera bjartsýn á að þetta takist núna.“

Það er sem fyrr segir svakaleg stemning meðal Íslendinga í Sviss.

„Þetta er eins og að koma á ættarmót. Þetta er oft sama fólkið og geggjuð stemning. Íslenski stuðningsmannahópurinn er ekki alltaf stærstur en hann er háværastur og öflugastur,“ sagði Mist að endingu, en viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Í gær

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Í gær

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Í gær

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
Hide picture