Liverpool hefur staðfest ráðningu sína á Giovanni van Bronckhorst sem nýjum aðstoðarþjálfara Arne Slot.
Van Bronckhorst tekur við af John Heitinga sem hætti í vor til að taka við þjálfun Ajax.
Hollenski þjálfarinn hefur farið víða og meðal annars stýrt hollenska landsliðinu, hann var rekinn frá Besiktas á síðustu leiktíð.
Hann hefur einnig stýrt Feyenoord og Rangers, hann kemur því með mikla reynslu og þekkingu. Á ferli sínum sem leikmaður lék hann með Arsenal, Barcelona og fleiri liðum en hætti eftir HM 2010.
Þá er markmannsþjálfarinn Xavi Valero mættur til starfa en hann var áður hjá félaginu árið 2007 þegar Rafa Benitez var þjálfari liðsins.
Hann hefur verið sjö ár hjá West Ham en einnig starfað hjá Chelsea, Napoli, Inter og Real Madrid.