fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Karólína varpar ljósi á uppákomuna í kvöld – „Eg hef aldrei séð hana svona veika“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var að vonum svekkt með tap Íslands gegn Finnum í fyrsta leik EM hér í Sviss í kvöld.

Finnland vann leikinn 1-0. Íslenska liðið fann aldrei taktinn í fyrri hálfleik og missti Hildi Antonsdóttur af velli með rautt spjald snemma í þeim seinni.

„Það fór einhvern veginn allt úrskeiðis í kvöld. Fyrsti leikur á EM getur farið svona, við verðum að byggja ofan á góðu hlutina,“ sagði Karólína við 433.is eftir leik.

„Glódís þurfti að fara út af í hálfleik. Það er ekki kjörstaða. Svo missum við okkar ryksugu á miðjunni, það var erfitt að missa Hildi út af líka. Svo erum við ekki að skapa okkur nógu mikið.“

Eins og Karólína segir fór Glódís fyrirliði af velli. Var það vegna veikinda, ekki meiðsla sem margir óttuðust að hefðu tekið sig upp á ný.

„Mögulega var hún fersk en svo fer allt úrskeiðis. Hún er búin að vera rosalega slöpp undanfarna daga og greyið, ég hef aldrei séð hana svona veika.“

Hildur fékk sitt seinna gula spjald eftir að hafa stigið á leikmann Finna í kjölfar þess að Karólína virtist brjóta af sér.

„Ég stíg á hana og hefði alveg tekið þetta gula spjald á mig. Þetta var óheppni og ekki við Hildi að sakast,“ sagði Karólína sem horfir jákvæð fram veginn á leikina við Sviss og Noreg.

„Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn. Það eru tveir leikir eftir, vonandi fleiri. Þetta var smá slys í kvöld og við verðum að byggja áfram ofan á það sem við gerðum vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings

Rændi 145 milljónum króna af bankareikningi þekkts einstaklings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Í gær

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?