fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 18:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði gegn Finnlandi í fyrsta leik sínum á EM í Sviss. Hér neðar eru einkunnir leikmanna Íslands.

Finnar voru mun betri í fyrri hálfleik og gekk íslenska liðinu illa að fóta sig.

Snemma í þeim seinni fékk Hildur Antonsdóttir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ótrúlegt en satt átti Ísland fínan kafla manni færri í kjölfarið en það var slökkt í okkur á ný þegar Katariina Kosola kom Finnum yfir á 70. mínútu.

Ísland fékk stöður og til að mynda eitt dauðafæri í restina, þar sem Sveindísi Jane Jónsdóttur brást bogalistin.

Ekki tókst að jafna og lokatölur 1-0 fyrir Finna. Í riðlinum leika einnig Noregur og Sviss.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir – 7 (Maður leiksins)
Varði oft vel og gat lítið gert í marki Finna.

Guðný Árnadóttir – 4
Átti agalegan dag í vörninni og hættan hjá Finnum kom yfirleitt hennar megin, samanber markið þeirra.

Glódís Perla Viggósdóttir (46′) – 5
Landsliðsfyrirliðinn var ekki klár í leikinn, sama hvort það séu meiðslin sem hún var að glíma við á tímabilinu eða annað. Fór af velli í hálfleik en sýndi allt í lagi frammistöðu fram að því.

Ingibjörg Sigurðardóttir – 5
Þokkaleg vakt hjá Ingibjörgu í vörninni.

Guðrún Arnardóttir – 5
Hlutirnir gerðust að mjög litlu leyti hennar megin í fyrri hálfleik og ekki mikið við hana að sakast í miðverði í seinni hálfleik.

Hildur Antonsdóttir – 4
Átti ágætis fyrri hálfleik en fær sitt annað gula spjald og þar með rautt í seinni.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (84′)- 5
Átti ágætis rispur á kafla í seinni hálfleik og tók við sér eftir að við lentum manni færri. Heilt yfir of lítið í boltanum.

Alexandra Jóhannsdóttir – 6
Sýndi baráttu og vilja, vann boltann nokkrum sinnum vel.

Hlín Eiríksdóttir (54′) – 5
Kom mjög lítið út úr henni á kantinum heilt yfir.

Sandra María Jessen (63′) – 5
Sást mjög lítið til hennar.

Sveindís Jane Jónsdóttir – 6
Týnd í fyrri hálfleik. Tók aðeins við sér í seinni og oft miðpunktur sókna okkar er við reyndum að jafna í lokin.

Varamenn
Sædís Rún Heiðarsdóttir (46′) – 5
Agla María Albertsdóttir (54′) – 6
Dagný Brynjarsdóttir (62′) – 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn