fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 16:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands segir finnska landsliðið líta svo á að það verði að hafa betur gegn Stelpunum okkar í fyrsta leik á EM á morgun.

Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Kom hann þar inn á að fólkið í kringum finnska liðið hafði fagnað þegar það dróst gegn Íslandi, en í riðlinum eru einnig Noregur og Sviss.

Á blaðamannafundi fyrr í dag töluðu fulltrúar finnska liðsins um að íslenska liðið væri sigurstranglegra fyrir leik morgundagsins.

„Það er ekkert óeðlilegt að tala þannig ef við horfum í stöður og það sem á undan hefur gengið. En finnska liðið er gott og mjög vinnusamt. Við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær,“ sagði Þorsteinn.

„Þetta er tálsmáti sem þær nota en ég veit að þær horfa í það að verða að vinna þennan leik á morgun.“

Hvað leikinn sjálfan og markmið Íslands varðar var Þosteinn skýr í svörum.

„Þetta eru bara þrír leikir svo þeir skipta allir gríðarlegu máli. Fyrsti leikur skiptir miklu máli upp á framhaldið. Við munum gera allt til að vinna þennan leik en svo sjáum við til hvað kemur úr því. Fyrsti leikur er alltaf gríðarlega mikilvægur til að setja tóninn fyrir framhaldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim

Sjáðu mörkin – Rosalega óvænt úrslit þegar Sádarnir hentu City heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana
433Sport
Í gær

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz