Marcus Rashford framherji Manchester United mætir til æfinga hjá félaginu á mánudag líkt og aðrir leikmenn.
Athletic fjallar um málið en ekkert félag hefur lagt fram tilboð í hann í sumar.
United vill selja Rashford sem var á láni hjá Aston Villa seinni hluta síðustu leiktíð, félagið reyndi ekki að kaupa hann.
Rashford er 27 ára gamall og er klár í að fara á lán en United hugnast það ekki, hann vill helst fara til félags utan Englands og keppa um titla samkvæmt David Ornstein.
Draumur Rashford er að fara til Barcelona en spænska félagið hefur ekki sýnt því áhuga á að kaupa hann