Arsenal hefur staðfest kaup sín á Kepa Arrizabalaga frá Chelsea. Kaupverðið er 5 milljónir punda.
Kepa á að vera varaskeifa fyrir David Raya og veita honum samkeppni.
Kepa er þrítugur en hann hefur spilað 140 leiki í ensku deildinni með Chelsea og Bournemouth.
Kepa hefur síðustu tvö ár verið lánaður til Real Madrid og Bournemouth á síðustu tveimur árum og nú er hann seldur.
Chelsea keypti Kepa á 72 milljónir punda frá Athletic Bilbao árið 2018 en hann náði aldrei flugi hjá Chelsea.