Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Sveindís Jane Jónsdóttir er án efa ein skærasta stjarna íslenska kvennalandsliðsins, sem undirbýr sig af kappi fyrir EM sem hefst hér í Sviss á miðvikudag. Það var fjallað um hana í miðlinum The Athletic á dögunum.
Ísland á fyrsta leik mótsins gegn Finnum og er lykilatriði að vinna þar ef markmiðin, sem eru að fara upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit, eiga að ganga eftir. The Athletic, sem er stór miðill í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar og heyrir undir New York Times, fjallar vel um mótið.
Í umfjöllun um riðil Íslands, A-riðil, er fjallað um löng innköst Sveindísar, sem geta reynst mikið vopn fyrir íslenska liðið. The Athletic talar um þetta sem leynivopn Íslands. Hér að neðan má sjá dæmi.
Possibly the longest throw I’ve ever seen from Sveindís Jane Jónsdóttir @footballiceland pic.twitter.com/bHXkzlhEjz
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) June 16, 2021
Dagskrá Íslands á EM
2. júlí gegn Finnum
6. júlí gegn Sviss
10. júlí gegn Noregi