fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Stelpurnar okkar kláruðu dæmið snemma en tóku fótinn svo af bensíngjöfinni í hitanum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. júní 2025 18:53

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Serbíu í vináttuleik ytra í kvöld, en um var að ræða síðasta leik fyrir EM, sem hefst í Sviss á miðvikudag.

Stelpurnar okkar byrjuðu af miklum krafti í hitanum í Serbíu og skom Sandra María Jessen þeim yfir á 3. mínútu. Skömmu síðar tvöfaldaði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir forskotið með frábæru skoti.

Ísland ógnaði marki heimakvenna áfram næstu mínútur en slakaði svo vel á og leikurinn rólegur fram að hálfleik.

Fjörið var ekki mikið meira fyrstu mínútur seinni hálfleiks, allt fram að glæsimarki Sveindísar Jane Jónsdóttur fyrir utan teig á 58. mínútu. Sigurinn gulltryggður.

Íslenska liðið fékk svo á sig óþarfa mark þegar Mijana Ivanovic minnkaði muninn skömmu síðar. Ljóst er að Cecilía Rán Rúnarsdóttir í marki Íslands er ekki sátt við sig í þessu atviki, en það var skotið beint á hana.

Meira var ekki skorað og lokatölur 1-3. Ísland hefur svo leik á EM gegn Finnum á miðvikudag. Svo tekur við leikur við heimakonur í Sviss 6. júlí og loks Noreg í lokaleik riðilsins 10. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag