fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Stefán fer mikinn eftir lætin í Kópavogi – „Réttarmorð er hugtak sem nær engan veginn yfir atburði þessara mínútna“

433
Þriðjudaginn 24. júní 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og harður stuðningsmaður Fram, vitnaði í söguna til að lýsa þeim atburðum sem áttu sér stað á Kópavogsvelli í gær í skemmtilegum pisti á heimasíðu félagsins.

Mikil dramatík var undir lok leiks Breiðabliks og Fram í gær. Það stefndi í 0-1 sigur Framara þegar Blikar fengu afar umdeilda vítaspyrnu undir lokin. Höskuldur Gunnlaugsson fór á punktinn og skoraði.

Fyrirliðinn geðþekki vildi ólmur ná í boltann úr markinu strax og við það hófust mikil læti. Veittist hann að Kennie Chopart og Viktori Frey markverði Fram. Kyle McLagan brást við með því að taka hressilega á Höskuldi og fór það svo að lokum að báðir fengu þeir rautt spjald.

Meira
Sjáðu harkaleg slagsmál í Kópavogi í gær – Kom í kjölfar þess að umdeildur dómur hafði fallið

Stefán, sem og aðrir Framarar, voru auðvitað afar svekktir með að fara aðeins með stig heim úr Kópavoginum, eins og hann kom inn á pistli sínum, en hann skrifar slíka eftir alla leiki karla- og kvennaliðs Fram.

„Kópavogsfundurinn var haldinn sumarið 1662 á þeim slóðum þar sem vestari vítateigur Kópavogsvallar er í dag. Þar lét harðdrægur hirðstjóri danska konungsvaldsins íslenska þingmenn undirgangast einveldi konungs. Gamall maður felldi tár, ef marka má þjóðernissinnaðar kennslubækur sjálfstæðisbaráttunnar. Endurskoðunarsinnaðir sagnfræðingar bentu þó síðar á að heimildir fyrir tárfellingum og volæði á Kópavogsfundi stæðu á veikum sagnfræðilegum grunni. Þvert á móti hafi flugeldum verið skotið á loft af þessu tilefni. Hvað sem þessum meiningarmun líður eru flestir sammála um þá niðurstöðu að Kópavogsfundurinn hafi sökkað feitt. Hann hafi jafnvel sökkað feitast af öllum atburðum á stór-Kársnessvæðinu þar til að ódýr vítaspyrna rændi Framara tveimur af þremur stigum á dramatísku júníkvöldi árið 2025. Þetta er frásögnin af því.“

Svona hófst pistill Stefáns, sem fór svo nánar út í atburðina undir lok leiks. „Blikar virtust aldrei sérstaklega líklegir til að jafna metin þrátt fyrir að vera með boltann megnið af tímanum. En á 88. mínútu reið ógæfan yfir. Eftir mikinn darraðardans við Frammarkið, þar sem skotið var í stöng og bjargað á línu barst boltinn út í teiginn þar sem sóknarmaður Blika sparkaði í sjálfan sig og féll til jarðar. Dómarinn flautaði víti – sem var augljóst rugl. Úr því kom jöfnunarmark, sem blés markaskorara UBK (hah!) slíkt kapp í kinn að hann ákvað í kjölfarið að hrinda Viktori markverði og uppskar fyrir vikið rautt spjald. Í kjölfarið hrinti hann skapstillingarmanninum Kyle sem var rekinn útaf fyrir vikið. Réttarmorð er hugtak sem nær engan veginn yfir atburði þessara mínútna.“

Hér má lesta pistilinn í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag