fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Gætu stolið honum fyrir framan nefið á enska stórliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 22. júní 2025 14:30

Jamie Gittens Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen er komið í kapphlaupið um Jamie Gittens, leikmann Dortmund, samkvæmt þýska blaðinu Kicker.

Kantmaðurinn ungi hefur verið talinn á leið til Chelsea í heimalandinu undanfarnar vikur en mögulega er Bayern að stela honum fyrir framan nefið á enska stórliðinu.

Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern, er þá sagður hafa flogið heim frá HM félagsliða í Bandaríkjunum til að ganga frá félagaskiptum. Ýtir það undir að sögusagnirnar um Gittens gætu reynst sannar.

Gittens átti frábært tímabil með Dortmund og hefur verið talað um að hann kosti um 50 milljónir punda.

Talið er að Chelsea gæti horft til Malick Fofana hjá Lyon eða Joao Pedro hjá Brighton ef það tekst ekki að landa Gittens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar