fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Jón Þór opnar sig um brottreksturinn: Fundað með honum tveimur vikum áður – „Var spurður að því hvort ég treysti mér í þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 14:37

Jón Þór Hauksson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson segist sár og svekktur með að hafa ekki náð betri árangri með karlalið ÍA í sumar. Hann var látinn fara á dögunum og Lárus Orri Sigurðsson tekinn við.

„Þetta er gríðarlega súrt og erfitt. En ég er bærilegur. Ég er fyrst og fremst svekktur yfir að hafa ekki náð að gera betur, ekki náð að fylgja eftir frábærum árum þar á undan,“ sagði Jón Þór við útvarpsþáttinn Fótbolta.net í dag.

Jón Þór hafði stýrt ÍA síðan 2022. Liðið féll á hans fyrstu leiktíð en hann kom því beint aftur upp og var nálægt Evrópusæti á síðustu leiktíð. Það klikkaði þó á svekkjandi hátt og hafði stór dómaraákvörðun í leik gegn Víkingi áhrif.

„Þetta er eitthvað sem maður hafði miklar áhyggjur af, hvernig tímabilið endaði í fyrra. Sagan segir það, ekki bara á Íslandi, að þegar tímabil endar á þennan hátt er það oftar en ekki dregið inn í næsta tímabil.“

Jón Þór var látinn fara eftir tap gegn Aftureldingu um síðustu helgi. Hann bjóst ekki við að fá stígvélið á þessum tímapunkti en gat alveg séð það gerast í leiknum á undan, 0-3 tapi gegn ÍBV á heimavelli.

„Ég átti kannski frekar von á því eftir ÍBV-leikinn. Hann var virkilega slakur, baráttulaus og lélegur. Það áttu sér stað samtöl eftir þann leik þar sem ég var meðal annars spurður að því hvort ég treysti mér í þetta, hvort ég teldi mig vera manninn í þetta.

Ég hélt að mér yrði treyst fyrir að klára tímabilið, styrkja liðið í glugganum og vinna í þeim hlutum sem þurfti að vinna í. En svona er fótboltinn og stjórnin tekur þessa ákvörðun.“

Skagamenn hafa aldrei náð takti í sumar og eru á botni Bestu deildarinnar.

„Þetta er bara ekki það Skagalið og ekki þeir strákar sem ég þekki. Þetta er úr karakter við það sem við höfum staðið fyrir og sýndum til dæmis í fyrra. Ég held að hluti af þessu hafi verið að væntingarnar hafi verið vanstiltar.“

Jón Þór er þakklátur fyrir tímann á Skaganum þó þetta hafi endað eins og raun bar vitni. „Ég er stoltur af mínum verkum hjá ÍA. Það er búið að snúa ótrúlega mörgum hlutum við og félagið er á frábærum stað sem félag, þó staðan í deildinni sé ekki góð,“ sagði hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu