fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Niðurstöður rannsóknar varpa ljósi á skelfilegt slys feðganna – Fastir í hátt í klukkustund

433
Fimmtudaginn 19. júní 2025 20:30

Feðgarnir Cameron og David. Myndin í bakgrunni er frá slysstað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16 ára gamall knattspyrnumaður, Cameron Walsh og faðir hans, hinn fertugi David, létust vegna drukknunar eftir að bifreið sem þeir prufukeyrðu hafnaði í vatni á hvolfi.

Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar á andláti þeirra, sem kom út í gær. Þetta skelfilega slys átti sér stað fyrir um einu og hálfu ári síðan, í janúar í fyrra, á Englandi.

Mercedes-bifreiðin sem þeir prufukeyrðu lenti á staur og valt síðan ofan í vatnið, með ofangreindum afleiðingum.

Camoron og David sátu fastir í bílnum, ofan í vatninu, í um 45 mínútur áður en slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma þeim út. Það var um seinan.

Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar er ekki hægt að segja með vissu hver ók bílnum, en líklegt þykir að það hafi verið David, faðirinn.

Aðeins andartökum áður en slysið átti sér stað sendi Camoron skilaboð á vini sína og kærustu um hvað hann væri ánægður með bílinn sem faðir hans hafði tekið á leigu.

Vegurinn sem þeir óku er ójafn en þó skoðaður á þriggja mánaða fresti og var ekkert sett út á hann í síðustu skoðun fyrir slysið, í október 2023.

Cameron var á mála hjá yngri liðum Grimsby og þótti hann mikið efni. Hefur þeim báðum verið lýst sem miklum eðalmönnum sem verður sárt saknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær