fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Romero birti athyglisverða færslu eftir ráðningu Tottenham – ,,Hindranir sem eru til staðar og verða alltaf til staðar“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. júní 2025 17:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita er Ange Postecoglou ekki lengur stjóri Tottenham en hann fékk sparkið á dögunum og er Thomas Frank tekinn við.

Frank var staðfestur hjá Tottenham á fimmtudag en stuttu eftir þá ráðningu birtist færsla frá varnarmanninum Cristian Romero á samskiptamiðla.

Romero virtist þar skjóta á Tottenham og stefnu félagsins en hann segir að Ange hafi þurft að þola mikið á tíma sínum sem stjóri liðsins undanfarin tvö ár.

Óvíst er hvort Romero sé að tala um klúbbinn eða þá fjölmiðla en hann vann Evrópudeildina með liðinu í vetur og fékk mikið lof fyrir það afrek.

Romero er mögulega á förum frá Tottenham í sumar og ef hann er að skjóta á eigin klúbb með þessari færslu þá ýtir það undir þær sögusagnir.

,,Takk fyrir þessu tvö frábæru tímabil. ­Þú ert magnaður þjálfari en fyrir ofan allt þá ertu frábær manneskja sem á skilið allt það besta,“ sagði Romero.

,,Alveg frá fyrsta degi þá komstu í gegnum allar þessar hindranir sem eru til staðar og verða alltaf til staðar.“

,,Ég óska þér alls hins besta því það er það sem þú átt skilið, takk fyrir allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu