fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Bjóða 36 ára gömlum leikmanni tveggja ára samning – Óvænt á óskalista Barcelona

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. júní 2025 16:00

Ivan Perisic ásamt Luka Modric. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSV Eindhoven í Hollandi er búið að bjóða Króatanum Ivan Perisic nýjan tveggja ára samning í von um að halda leikmanninum næsta vetur.

Þetta kemur fram í Mundo Deportivo á Spáni en Perisic er þessa stundina á óskalista Barcelona eins og greint var frá fyrr í vikunni.

Athygli vekur er að Perisic er 36 ára gamall en hann myndi fá eins árs langan samning hjá þeim spænsku.

Perisic hefur lengi verið einn öflugasti leikmaður Króata en hann kom að 27 mörkum í 35 leikjum fyrir PSV á tímabilinu.

Barcelona gerir sér vonir um að fá Perisic frítt í lok mánaðarins en PSV er tilbúið að gera mikið til að halda lykilmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað