Argentína og Kólumbía gerðu jafntefli í undankeppni HM í nótt, en þar vöktu samskipti Lionel Messi og James Rodriguez mikla athygli.
Luis Diaz kom gestunum yfir í gær en Thiago Almada bjargaði stigi fyrir Argentínu undir lok leiks. Heimamenn spiluðu manni færri síðustu 20 mínúturnar eða svo í kjölfar þess að Enzo Fernadez fékk að líta rauða spjaldið fyrir glæfralega tæklingu.
Á meðan Kevin Castano, sem Fernandez braut á, fékk aðhlynningu skiptust Messi og Rodriguez á orðum og í argentískum fjölmiðlum í dag segir hvaða orð Messi lét falla að mati varalesara.
„Þú sagðir þá hafa hjálpað okkur í úrslitaleik Copa America. Þú talar of mikið,“ á argentíski snillingurinn að hafa sagt. Á hann þarna við úrslitaleikinn í fyrra, sem hans lið vann, en Rodriguez sagði dómarann hafa gert þeim greiða eftir leik.
Messi er greinilega ekki búinn að gleyma þessu, ef marka má fréttir frá heimalandi hans.
🗣️🇨🇴 Leo Messi to James Rodríguez: "You said that they helped us in the Copa America final, you talk too much."
— All About Argentina 🛎🇦🇷 (@AlbicelesteTalk) June 11, 2025