fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Neville nokkuð hissa á því hvað Liverpool er að borga

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 5. júní 2025 22:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, goðsögn Manchester United og núverandi sparkspekingur, er mjög hrifinn af ákvörðun Liverpool að kaupa Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen í sumar.

Allar líkur eru á að Wirtz sé að semja við Liverpool en hann gæti kostað allt að 125 milljónir punda sem er gríðarlega há upphæð jafnvel í dag.

Neville bendir á að Liverpool þurfi að styrkja fáar stöður fyrir næsta tímabil og sérstaklega í ljósi þessa að félagið er að styrkja bæði hægri og vinstri bakvarðastöðuna.

Neville viðurkennir þó að það komi á óvart að Liverpool sé tilbúið að borga svo háa upphæð fyrir Wirtz sem er 22 ára gamall og hefur allan sinn feril leikið með Leverkusen.

,,Þegar þú vinnur deildina, hvað er það sem bætir liðið þitt? Það eina sem þú getur gert er að kaupa heimsklassa leikmenn eða leikmenn sem geta komist í þann klassa svo að fá Wirtz er frábært,“ sagði Neville.

,,Þeir fengu Jeremie Frimpong og nú er talað um Milos Kerkez og þeir sjá um hægri og vinstri bakvörðinn. Það væri sniðugt af þeim að klára þessi kaup sem fyrst en fyrir utan þetta þá myndi ég ekki búast við frekari kaupum hjá Liverpool.“

,,Ég er kannski nokkuð hissa að þeir séu að borga svo mikið fyrir Wirtz, þeir eru ekki vanir að borga svo háa upphæð en Arne Slot á það skilið. Hann hefur beðið í 12 mánuði til að kaupa leikmann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Í gær

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina