fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham sagður vera á leið í Stjörnuna

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. maí 2025 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Caulker, fyrrum leikmaður Liverpool, er sagður vera á leið til Stjörnunnar en þetta eru ansi áhugaverð tíðindi.

Sparkspekingurinn og fyrrum leikmaðurinn Albert Brynjar Ingason segir frá en hann lét þessi ummæli falla á Stöð 2 Sport.

Caulker er sagður hafa verið á vellinum í kvöld er Stjarnan spilaði við KR og vann þar flottan 4-2 heimasigur.

Caulker á að baki einn landsleik fyrir England sem kom árið 2012 og skoraði hann einnig í sama leik.

Caulker er 33 ára gamall en hann hefur undanfarið spilað með Ankara Keciorengucu í Tyrklandi.

Englendingurinn lék fyrir nokkur lið á Englandi en þar ber helst að nefna Liverpool og Tottenham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni